Hvítasunnukirkjan á Akureyri

Hver sem andardrátt hefir lofi Drottin!

 Velkomin á heimasíðu 
Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri
***********

Hvítasunnukirkjan  biður Guð að blessa alla landsmenn, 

og gefa þeim gleðileg jól og farsæld og frið, á nýju ári!


DAGSKRÁIN UM JÓL OG ÁRAMÓT

 

Sunnudagur 21. desember:
Kl. 14:00  er  Syngjum jólin inn - samkoma
Það verður fjölbreytt lofgjörð, m.a munu
nokkur börn sem eru á leikskólanum Hlíðabóli, syngja.
Jóhanna Sólrún Norðfjörð flytur hugvekju
 Umsjón hefur Snorri Bergsson
Kaffiveitingar eftir samkomu
Allir eru hjartanlega velkomnir!

Aðfangadagur jóla - 24. desember
Kl. 16:30 til 17:30  er Hátíðarsamkoma
Það verður hátíðleg stund og sannkölluð jólastemning
í tali og tónum.
Umsjón hefur Snorri Óskarsson
Allir eru hjartanlega velkomnir!

Jóladagur 25. desember 
Kl. 14:00 er Hátíðarsamkoma
Flutt verður hugleiðing og við syngjum jólasöngvana
við kertaljós og höfum yndislegt samfélag.
Umsjón hefur Snorri Óskarsson

Sunnudagur 28. desember
Kl. 14:00 er söngva-samkoma með hátíðarblæ
Hugleiðingu flytur Snorri Óskarsson
Eftir samkomu verðum við með kaffihlaðborð - Pálínuboð
Umsjón hefur Snorri Bergsson

ATH - ekki er samkoma á Gamlársdag, 
né heldur á nýársdag, 
heldur verður nýárs-samkoman okkar
sunnudaginn 4. janúar kl. 14:00
Þá kveðjum við gamla árið og syngjum nú árið er liðið..
Síðan  mun Snorri Óskarsson predika : hvað boðar nýárs blessuð sól...
 Allir eru hjartanlega velkomnir!
 
 emoticon
 

Allir eru hjartanlega velkomnir!


 

 

Flettingar í dag: 46
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 136310
Samtals gestir: 34374
Tölur uppfærðar: 22.12.2014 12:02:08

Vafraðu um

Orð dagsins

Nafn:

Hvítasunnukirkjan á Akureyri

Heimilisfang:

Skarðshlíð 20, 603 Akureyri

Heimasími:

461-2220, 461-2230

Kennitala:

490780-0769

Bankanúmer:

0162-26-056052

Tenglar